NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

NorðurOrg 2022 fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudagskvöldið 25. mars sl.

Um er að ræða landshlutakeppni þar sem 5 atriði frá Norðurlandi eru valin áfram til að taka þátt í söngkeppni Samfés sem fer fram laugardaginn 30. apríl. nk.

Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin á Hvammstanga og í ár mættu rúmlega 400 ungmenni úr 18 félagsmiðstöðvum til að skemmta sér saman.

 

Ungir kynnar úr heimabyggð, þær Eyrún Una Arnarsdóttir og Oddný Sigríður Eiríksdóttir stjórnuðu skemmtuninni með glæsibrag og kynntu

13 söngatriði til leiks, sem fengu þann heiður að syngja fyrir hönd sinnar félagsmiðstöðvar á söngvakeppni Samfés sem haldin er ár hvert á höfuðborgarsvæðinu.

 

Þær Steinunn Daníela og Arna Ísabella Jóhannesdætur kepptu fyrir hönd Órion og stóðu þær sig með prýði. En í ár fór það þannig að félagsmiðstöðvar frá Blönduósi, Skagaströnd, Dalvík , Þingeyjarsveit og Akureyri báru sigur úr bítum og munu þær keppa með öðrum félagsmiðstöðvum frá öllu landinu á Ásvöllum í Hafnarfirði laugardaginn 30. apríl næstkomandi.

 

Eftir söngkeppnina mætti DJ Dóra Júlía á svið og hélt hún uppi fjörinu með dúndrandi undirtektum í tvo tíma og fengu krakkarnir loksins að dansa og skemmta sér saman eftir langþráða bið vegna takmarkanna síðustu tvö árin. 10. bekkur Grunnskóla Húnaþing vestra var með sjoppu um kvöldið sem er liður í fjáröflun fyrir skólaferðarlag þeirra í maí.

Þetta var frábær skemmtun fyrir alla og frábært að geta boðið þessum flotta hóp af unglingum að koma og skemmta sér á Hvammstanga.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu :

Var efnið á síðunni hjálplegt?