Nýmálað svið og nýr ljósabúnaður í Félagsheimilinu Hvammstanga

Nýmálað svið og nýr ljósabúnaður í Félagsheimilinu Hvammstanga

UndirskriftLeikflokkur Húnaþings vestra og Félagsheimilið Hvammstanga skrifuðu undir samning vegna kaupa á ljósabúnaði fyrir rúmar 2 milljónir króna í Félagsheimilið. Nýi búnaðurinn leysir af hólmi ljósabúnað sem er að hluta til upprunalegur eða frá árinu 1960. Sigurvald Ívar Helgason mun sjá um uppsetningu en það er gaman að segja frá því að Helgi Ólafsson faðir hans setti upp upprunalega búnaðinn þá nýútskrifaður rafvirki. Hafði Helgi unnið við svipuð störf í Iðnó í Reykjavík.
Nýi ljósabúnaðurinn verður strax tekinn í notkun þar sem Leikflokkur Húnaþings vestra mun sýna Snædrottninguna eftir H.C. Andersen helgina 7. - 9. desember og söngleikinn Hárið um næstu páska.
Nánari upplýsinga er hægt að nálgast á heimasíðu leikflokksins: www.leikflokkurinn.is

Um nýliðna helgi tóku sjálfboðaliðar sig saman og máluðu sviðið í Félagsheimilinu, bæði veggi og gólf. Drapperingar voru settar í hreinsun og sviðið undirbúið fyrir nýjar ljósagræjur.

Á myndinni má sjá Sigurð Líndal stjórnarformann Félagsheimilisins og Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir hönd leikflokksins undirrita samninginn.

Myndir af framkvæmdunum má sjá hér að neðan:

MálunMálunMálunMálunMálunMálunMálunMálunMálun

Málun

Var efnið á síðunni hjálplegt?