Er ekki tími til kominn að tengja?
Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Við leitum að aðila með brennandi áhuga á að starfa með ungmennum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan.
Tengslafulltrúi starfar með ungmennum í Húnaþingi vestra í samræmi við áherslur farsældarlaga og er tengiliður þeirra við stjórnkerfi og stofnanir. Hann vinnur með þeim að því að finna ástríðu sína og vinna að henni með fjölbreyttu tómstundastarfi og stuðningi. Hann hvetur ungmenni til þátttöku og er málsvari þeirra í málum sem þau varða. Hann talar fyrir hugmyndum ungmenna í sveitarfélaginu og hvetur þau til virkni og þátttöku. Tengslafulltrúi vinnur í samráði við sveitarfélagið að þróun og uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga sem hugsuð er fyrir fjölbreytt tómstundastarf ungmenna og annarra íbúa sveitarfélagsins.
Um er að ræða frábært tækifæri fyrir öflugan einstakling til að móta nýtt og spennandi starf auk þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun í sveitarfélagi í sókn.
Starfið er tilraunaverkefni sem byggir á hugmyndum ungmenna í sveitarfélaginu og er stutt af mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Helstu verkefni
- Fjölbreytt starf með ungmennum í Húnaþingi vestra.
- Samstarf og teymisvinna með aðilum sem koma að starfi með börnum, svo sem grunn- og tónlistarskóla, vinnuskóla, félagsmiðstöð, íþróttafélaga og öðrum þeim sem halda úti starfi fyrir börn og ungmenni.
- Umsjón með þróun starfsemi í nýrri samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga.
- Gerð umsókna um styrki til samstarfsverkefna sem tengjast ungmennum og til þróunar samfélagsmiðstöðvarinnar.
- Verkefnastjórnun verkefna sem styrkir fást til.
- Seta í farsældarteymi sveitarfélagsins.
- Þátttaka í innleiðingu verkefnanna um barnvænt sveitarfélag, heimsmarkmið og heilsueflandi sveitarfélag.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tómstundafræða, félagsfræða, sálfræða eða sambærilegt. Framhaldsmenntun er kostur.
- Farsæl reynsla og brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg.
- Forystu- og skipulagshæfni er nauðsynleg.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þekking og reynsla af styrkjaumsóknum, verkefnastjórnun og áætlanagerð.
- Þekking á farsældarlögum og hugmyndafræði þeirra.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Stundvísi og reglusemi.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Hreint sakavottorð og óflekkað mannorð.
- Reynsla og þekking af stjórnsýslu sveitarfélaga er kostur en ekki skilyrði.
Umsóknum skal skila á alfred.is. Með umsókn fylgi kynningarbréf, ferilsskrá og upplýsingar um umsagnaraðila.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 3. apríl 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
Næsti yfirmaður tengslafulltrúa er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og veitir hann nánari upplýsingar um starfið, siggi@hunathing.is / 4552400.