Í tilefni af nýrri samantekt verðlagseftirlits ASÍ á kostnaði foreldra við hádegisverð og síðdegisvistun grunnskólabarna hefur síðustjóra borist ábendingar um að reikna út sambærilegan kostnað í Húnaþingi vestra.
Samkvæmt könnun ASÍ er gjald fyrir hádegisverð, 3 tíma síðdegisvistun og hressingu fyrir barn í neðri bekkjum grunnskólans hæst í Garðabæ kr. 36.484 á mánuði. Heildarkostnaður foreldra vegna þessarar þjónustu hefur hækkað í öllum 15 sveitarfélögunum sem til skoðunar eru undanfarið ár. Mesta hækkunin milli ára er í Reykjavík, þar sem heildarkostnaður vegna þessarar þjónustu hækkar úr kr. 23.530 í kr. 26.100 á mánuði eða um 11% sem er að mestu tilkomið vegna hækkunar á hádegisverði. Minnsta hækkunin milli ára er hjá Ísafjarðarbæ þar sem heildarkostnaður foreldra fer úr 31.267 kr. á mánuði í kr. 31.603 kr. sem er 1% hækkun. Í Sveitarfélaginu Skagafirði er þessi kostnaður kr. 24.234
Í Húnaþingi vestra kostar skólamatur og Frístund kr. 23.240 krónur á mánuði miðað við 21 dag í mánuði. Þá er þar innifalið morgunhressing, hádegisverður, síðdegishressing og frístundagæslan. Það er réttum 1000 krónum lægra en í Skagafirði og 13.244 krónum lægra en í Garðabæ skv. þessum samanburði frá ASÍ.
Sjá frétt ASÍ http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/almennar-frettir/skolamatur-og-gaesla-51-dyrari-i-gardabae-en-skagafirdi/