Okkur bráðvantar starfsfólk á Fjölskyldusviði

Okkur bráðvantar starfsfólk á Fjölskyldusviði
Okkur bráðvantar starfsfólk á Fjölskyldusviði - Ertu að leita að skemmtilegri og gefandi vinnu eða jafnvel aukavinnu?
 
 Um er að ræða störf í félagslegri heimaþjónustu og þjónustu við fatlaðan einstakling:
 
  1. Félagslegri heimaþjónustu, 75% sumarafleysing, fjölbreytt starf sem felst m.a. í léttum þrifum, innkaupum og aðstoð heima fyrir.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum og  er góður í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri og þarf að vera með bílpróf.

    2. Félagslegri og frekari liðsveislu fyrir einstakling sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili sínu. Vinnutíminn er 1-2 klukkutímar á morgnanna og líka á kvöldin, alla daga vikunnar.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og er góður í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin.

Umsóknafrestur er til 15. maí næstkomandi. Umsóknir skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða rafrænt á henrike@hunathing.is.

Frekari upplýsingar veitir Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi, í síma 455-2400 eða henrike@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?