Opið samráð um staðsetningu bekkja á Hvammstanga og Laugarbakka

Myndin var tekin þegar kvenfélagið Björk afhenti sveitarfélaginu bekk að gjöf á degi kvenfélagskonun…
Myndin var tekin þegar kvenfélagið Björk afhenti sveitarfélaginu bekk að gjöf á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar sl.

Á 6. fundi öldungaráðs sem haldinn var þann 4. október 2022 var Sigurði Þór Ágústssyni sviðsstjóra, Kristbjörgu Gunnarsdóttur og Jónu Halldóru Tryggvadóttur falið að vinna tillögu að setbekkjum á gönguleiðum í Húnaþingi vestra. Hópurinn hefur skilað af sér tillögum fyrir Hvammstanga og Laugarbakka.

Tillögur hópsins eru settar fram á kortum sem sýna hvar bekkir eru nú þegar staðsettir ásamt tillögum að viðbótar bekkjum þegar fjármagn á fjárhagsáætlun leyfir. 

Tillögurnar eru nú komnar til opins samráðs til 24. febrúar. Öll sem áhuga hafa eru hvött til að koma með ábendingar. 

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?