Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Formleg opnun verður við Hvammstanga og Bakkafjörð klukkan 10:00 þar sem klippt verður á borða og opnuninni fagnað. Í framhaldi af því verður boðið upp á marga skemmtilega og fræðandi viðburði, víðsvegar um svæðið, m.a. í Húnavatnssýslunum.
Til að fagna opnun Norðurstrandaleiðar býður Markaðsstofa Norðurlands upp á kökur og kaffi í safnaðarheimili Hvammstangakirkju frá klukkan 10:30-11:30 laugardaginn 8. júní.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér.