Orðsending til katta- og hundaeigenda á Hvammstanga

Orðsending til katta- og  hundaeigenda á Hvammstanga

Kattaeigendur eru beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og tryggja að þeir séu merktir og með bjöllur um hálsinn. Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum en kvartað hefur verið yfir því að margir ungar lendi í kattarkjafti.
Kattaeigendur eru beðnir að virða Samþykkt um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra en þar segir í h lið 6. gr. “ Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru katta, m.a. að næturlagi.

 

Einnig hafa borist kvartanir yfir lausagöngu hunda.  Þeir hundaeigendur sem þetta á við um eru hvattir til að koma í veg fyrir lausagöngu hunda sinna, en samkv. e lið  2. gr. Samþykktar um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra er lausaganga hunda bönnuð í þéttbýli.

 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?