Orðsending til kattareiganda

Orðsending til kattareiganda

Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum. Kattaeigendur eru því beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og sjá til þess að þeir séu merktir og með bjöllur um hálsinn. Minnt er á að í 6. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra kemur fram að eigendum og umráðamönnum katta beri að taka tillit til fuglalífs á varptíma og takmarka eftir atvikum útiveru katta, m.a. að næturlagi.

Sérstök athygli er vakin á því að kettir geta valdið miklum usla í æðarvörpum. Því er kattareigendum í grennd við æðarvörp bent á að halda köttum innandyra á æðarvarpstíma.

Kattahald á Hvammstanga, Borðeyri og Laugarbakka er háð leyfi sveitarstjórnar, en umsóknir um leyfi til kattahalds skal skila inn á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, sjá nánar II. kafla samþykktar nr. 297/2013 um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?