Persónuafsláttur - Skattkort

Vegna breytinga á útgáfu og meðferð á skottkortum vill Húnaþing vestra koma eftirfarandi á framfæri:
Ríkisskattstjóri hætti útgáfu á skattkortum þann 01. janúar sl.  Í stað þess er kominn  rafrænn persónuafsláttur.
Einstaklingar þurfa nú að upplýsa launagreiðanda sinn um það hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall skattkorts á að nýta.

Húnaþing vestra hvetur því námsmenn og aðra sem munu verða á launum hjá Húnaþingi vestra að tilkynna til Ráðhúss með hvaða hætti skattkort og eða ónýttur persónuafsláttur skuli verða nýttur.

Netfang: skrifstofa@hunathing.is eða s. 455-2400

 

Hægt er að nálgast upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is.

Nánari upplýsingar er að finna á rsk.is/personuafslattur

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?