Rannsóknum á Víðidalstunguheiði lokið

Bergá
Bergá

Rannsóknum á vötnum ám og lækjum á Víðidalstunguheiði er nú lokið, en þær fóru fram á vegum Veiðifélags Víðidalstunguheiðar og Veiðimálastofnunar sumrin 2015 og 2016. Lokaskýrsla hefur verið gefin út og er hún aðgengileg á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar  www.hafogvatn.is undir flipanum útgáfa. Sveitarfélagið studdi dyggilega við þessa rannsókn, auk þess sem fékkst styrkur úr Vaxtasamningi Norðurlands vestra, sem nú heitir Uppbyggingasjóður Norðurlands vestra. Þeir sem hafa áhuga á lifríkinu á Víðidalstungheiði geta nú kynnt sér það með því að fara á heimasíðu Hafró.

Var efnið á síðunni hjálplegt?