Reglur um fjallagrasanytjar

Reglur um fjallagrasanytjar

Á 366. fundi sínum þann 9. mars 2023 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra reglur um fjallagrasanytjar í löndum sveitarfélagsins. Reglurnar höfðu áður verið samþykktar á 199. fundi landbúnaðarráðs þann 9. mars. 

Fjallagrös hafa verið nytjuð um aldir á Íslandi. Engar rannsóknir hafa þó verið gerðar til meta vaxtarhraða þeirra með tilliti til hversu mikla tínslu þau þola. Gamall almannarómur segir að tína megi á svæðum á 5-15 ára fresti. Í ljósi þessa og að í vöxt hefur færst að fjallagrös séu tínd í atvinnuskyni til nota í ýmis matvæli var ráðist í gerð reglnanna til að koma í veg fyrir ósjálfbæra nýtingu.

Við gerð reglnanna var leitað ráðgjafar hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Fulltrúi Náttúrustofunnar fór í vettvangsferð á þau svæði sem helst hafa verið nýtt og merkti ekki að um of ágenga tínslu hefði verið að ræða. 

Í reglunum kemur fram að þeir sem hyggjast tína grös í löndum Húnaþings vestra skuli sækja um leyfi til landbúnaðarráðs áður en tínsla fari fram. Ósk um leyfi má senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is.

Reglurnar má finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?