Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Starfssvið
-
Rekstrarstjóri annast daglega stjórnun verklegra framkvæmda, viðhaldsmála, áætlanagerðar og eftirlits á sviði þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss), eignasjóðs og annarra eigna sveitarfélagsins, hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu, hafnarsjóðs, garðyrkju- og umhverfisdeildar, o.fl. sem fellur undir starfsemi framkvæmda- og umhverfissvið í samráði og samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins og sveitarstjóra.
-
Rekstrarstjóri er staðgengill sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og hefur alla umsjón með verkefnum sviðsins í forföllum sviðsstjóra eftir því sem við getur átt.
-
Rekstrarstjóra er ætlað að sitja fundi skipulags- og umhverfisráðs og aðra fundi er falla undir verksvið framkvæmda- og umhverfissviðs skv. ákvörðun sviðsstjóra og sveitarstjóra hverju sinni.
-
Rekstrarstjóri hefur starfsstöð í Ráðhúsi Húnaþings vestra og í þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í löggiltri iðngrein og/eða háskólapróf í tæknigreinum sem nýtist í starfi.
- Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
- Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg.
- Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
- Þekking á sviði framkvæmda er nauðsynleg.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur um starf rekstrarstjóra Framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra er til og með 17. febrúar nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Húnaþings vestra á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í síma 455-2400.