Rekstrarstjóri umhverfissviðs

Rekstrarstjóri umhverfissviðs 

Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf rekstrarstjóra umhverfissviðs.

Starfssvið rekstrarstjóra

  • Stjórnun þjónustumiðstöðvar í samvinnu við veitustjóra.
  • Áætlanagerð og eftirlit í samvinnu við framkvæmdaráð og aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir því sem við á.
  • Ber ábyrgð á:
    • eignasjóði
    • hafnarsjóði
    • úrgangsmálum
  • Önnur mál á sviði umhverfissviðs í samráði við sveitarstjóra.
  • Rekstrarstjóri hefur starfsstöð í Ráðhúsi Húnaþings vestra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf í löggiltri iðngrein sem nýtist í starfi og/eða háskólapróf í tæknigreinum kostur.
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum er nauðsynleg.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
  • Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg.
  • Góð almenn tölvuþekking skilyrði, kunnátta á teiknihugbúnaði er kostur.
  • Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og  skipulagshæfni.
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Stefnt skal að því að viðkomandi hefji störf 1. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2019.  Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Húnaþings vestra á netfangið gudny@hunathing.is   Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Unnsteinn Óskar Andrésson, rekstrarstjóri umhverfissviðs Húnaþings vestra í síma 771-4950 eða í gegnum netfangið unnsteinn@hunathing.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?