Rýmingaræfing í Grunnskóla Húnaþings vestra

Rýmingaræfing í Grunnskóla Húnaþings vestra

Rýmingaræfing fór fram í grunnskólanum þriðjudaginn 1. október og gekk hún ákaflega vel. Mikilvægt er að æfa viðbrögð komi upp eldur eða annað sem kallar á skjóta rýmingu. „Útkallið“ barst 10:17 og þegar komið var á staðinn um 10:21 voru síðustu starfsmenn á leið úr byggingunni. Eftir talningu nemenda á sparkvelli skólans var útkalli lokið 10:26. Allar tölur stemmdu og er það ákaflega jákvætt hversu lítinn tíma tók að rýma skólann. Vert er að taka fram að um fyrirfram skipulagða æfingu var að ræða og seinna í vetur munum við æfa aftur án vitneskju nemenda og starfsmanna skólans. Vel gert starfsmenn og nemendur.

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?