Íbúar í Húnaþingi vestra.
Félagsmálaráð leitar til ykkar um ábendingar vegna samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016. Í reglum segir:
Félagsmálaráð skal veita samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra að jafnaði annað hvert ár. Var hún í fyrsta skipti veitt í febrúar 2015.
Fjölskyldusvið Húnaþings vestra skal auglýsa í lok árs og óska eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélags okkar. Allir koma til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Tilnefningar skulu berast fjölskyldusviði sveitarfélagsins með rökstuðningi, fólki er frjálst að senda inn nafnlausar tilnefningar.
Veita má eina til þrjár viðurkenningar.
Ákvörðun um hverjum skal veita viðurkenningu tekur fjölskyldusvið í samstarfi við félagsmálaráð sem sér um að veita viðurkenninguna
Tilkynning skal berast til Jennýjar Þ. Magnúsdóttur á netfangið:
jenny@hunathing.is. eða senda bréf í Ráðhúsið merkt; samfélagsviðurkenning, fyrir þriðjudaginn 10. janúar n.k.
Fyrir hönd félagsmálaráðs
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs.