Mynd: Kolbrún Grétarsdóttir
Í kjölfar nýrra kjarasamninga í leik- og grunnskólum hefur orðið breyting á vinnutíma starfsfólks þessara stofnana. Stytting vinnuvikunnar gerir það að verkum að vinnutími starfsfólks í 100% starfi verður 36 klukkustundir á viku.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á fundi sínum þann 9. janúar síðastliðnum ákvörðun um að skipa starfshóp til að skoða mögulegar leiðir til að mæta þessum breytingum, leggja mat á fýsileika þeirra leiða sem færar eru og að setja fram rökstudda tillögu að þeirri leið sem henti best.
Þeir sem skipa starfshópinn eru: Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins. Eygló Hrund Guðmundsdóttir, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn. Kristinn Arnar Benjamínsson, leikskólastjóri Leikskólans Ásgarðs. Eydís Bára Jóhannsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri fyrir hönd atvinnurekenda. Rannvá Björk Þorleifsdóttir, fyrir hönd foreldra í leikskóla. Hjördís Bára Sigurðardóttir, fyrir hönd foreldra í grunnskóla.
Starfshópurinn skal starfa frá 10. janúar 2025 til 15. apríl 2025 og skal taka mið af vinnu við innleiðungu Barnvæns sveitarfélags, Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna og Heilsueflandi samfélags ásamt öðrum viðeigiandi stefnum og áætlunum Húnaþings vestra.