Skipulags- og matslýsing - Breytt lega Vatnsnesvegar(711) um Tjarnará og ný efnistökusvæði

Skipulags- og matslýsing - Breytt lega Vatnsnesvegar(711) um Tjarnará og ný efnistökusvæði

Skipulags-og matslýsing

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 292. fundi sínum þann 14. desember 2017 að leita umsagna og kynna skipulags-og matslýsingu fyrir minni háttar breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, skv. 1. mgr. 30. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ástæða breytingarinnar er vegna breyttrar legu Vatnsnesvegar 711 um Tjarnará og ný efnistökusvæði.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulags-og matslýsinguna og skal þeim skilað skriflega í ráðhúsið, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is“ í síðasta lagi 25. janúar 2018. 

Skipulags-og matslýsingin er sett fram sem greinagerð og er til sýnis í Ráðhúsinu og hér fyrir neðan;

Skipulags-og matslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?