AUGLÝSING
Skipulagslýsing fyrir Kolugljúfur, Víðidal, Húnaþingi vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. desember 2016 s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Kolugljúfurs í Húnaþingi vestra skv. 3. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er um 9.2 ha að stærð og í eigu tveggja jarða. Svæðið vestan við gljúfrið tilheyrir Kolugili en svæðið austan við tilheyrir Bakka.
Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er að bæta aðgengi, upplýsingar, öryggi og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið.
Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga og á heimasíðu sveitarfélagsins www. hunathing.is
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is fyrir 3. janúar 2017.
HÉR má skoða skipulagslýsinguna