Skógarlíf sýnt fyrir nær fullu húsi síðustu helgi í Félagsheimilinu Hvammstanga

Skógarlíf sýnt fyrir nær fullu húsi síðustu helgi í Félagsheimilinu Hvammstanga

„Það er alveg með ólíkindum hversu eitt samfélag getur verið megnugt. Algjörlega frábær sýning og flott sviðsmynd/lýsing.“


„Alveg frábær sýning og ég hvet þá sem ekki hafa pantað sér miða á sýninguna að drífa sig í því. Leikarar, svið, ljós, búningar, leikstjórn, já og allt hitt algjörlega frábært. „

„Virkilega flott sýning.“

Þetta eru ummæli sem Skógarlíf í uppsetningu Leikflokks Húnaþings vestra hefur fengið af sínum tveimur sýningum sem haldnar hafa verið fyrir nánast fullu húsi í bæði skiptin.

Á sýningunni fá á meðal fullorðna, börn og ungmenni á aldrinum 5 – 18 ára að láta ljós sitt skína á sviðinu.  Í heild skapar hópurinn fallega og raunsæja sýningu með flottum brúðum, tónlist, leikmynd og lýsingu. 

Leikstjórinn Greta Clough sem m.a. hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna innan sviðlistar kemur ekki aðeins inn í verkið sem leikstjóri heldur einnig sem höfundur leikgerðar, brúðuhönnuður, leikmyndahönnuður og umsjón með búningum.  

Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember kl. 19:00.  Miðasala er á heimasíðu leikflokksins: www.leikflokkurinn.is/midi/ eða í síma 655-9052

Var efnið á síðunni hjálplegt?