Skúnaskrall barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Skúnaskrall barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Skúnaskrall er barnamenningarhátíð sem haldin verður í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra dagana 25.apríl til 14.maí. Ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir prýða dagskrá hátíðarinnar. Áhersla er lögð á fjölbreytni í dagskrá og gott aðgengi. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.

Skúnaskrall er þátttökuhátíð og ýtir því einnig undir og hvetur mannauð Norðurlands vestra til að stýra námskeiðum, viðburðum og smiðjum fyrir börn og ungmenni. Styrkir og stuðningur hefur verið veittur til þessa.

Verkefnið er liður í sóknaráætlun Norðurlands vestra og er stjórn hátíðarinnar ráðin af samtökum sveitarfélaganna sem einnig veita fjármagni í verkefnið og halda utan um bókhald. Að öðru leyti er verkefnið fjármagnað af styrkveitingum.

Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra er spennandi verkefni sem vonandi fær að stækka og dafna í framtíðinni og verða fastur liður í menningarstarfi barna á svæðinu

 

Hér er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar í Austur og Vestur Húnavatnssýslu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?