Slæmt veðurútlit

Slæmt veðurútlit

Útlit er fyrir slæmt veður næstu daga og hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra sem tekur gildi seinnipart mánudagsins 3. júní og gildir til miðnættis 5. júní. Líkur eru á áframhaldandi viðvörunum og er fólk hvatt til að fylgjast vel með vef veðurstofunnar.

  • Íbúar eru hvattir til að koma lausamunum í skjól til að koma í veg fyrir foktjón.
  • Bændur eru hvattir til að huga að búpeningi og koma honum í skjól.
  • Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að upplýsa gesti sína um veðurhorfur.
  • Ferðalög geta verið varasöm, sérstaklega á farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Búast má við lokunum fjallvega með skömmum fyrirvara.

Sýnum fyrirhyggju og fyrirbyggjum slys og tjón.

Nánari upplýsingar um veður er að finna hér.

Nánari upplýsingar um færð á vegum er að finna hér.

Uppfært 4. júní kl. 08:40. Appelsínugul viðvörun framlengd til miðnættis 5. júní.

Var efnið á síðunni hjálplegt?