Snjómokstur

Snjómokstur

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húnaþings vestra og verktakar ásamt Vegagerðinni hafa unnið hörðum höndum við snjómokstur í sveitarfélaginu síðustu daga. Byrjað hefur verið fyrir kl. 6 á morgnana.  Mokstur hefur gengið nokkuð vel miðað við aðstæður og unnið er að því að halda stofnbrautum greiðfærum og íbúagötum og öðrum leiðum eftir því sem verkinu miðar. Ekki er alltaf hægt að forðast snjóruðninga við heimkeyrslur og eru íbúar beðnir um að sýna því skilning.

Frekari upplýsingar um skipulag snjómoksturs má finna HÉR

Var efnið á síðunni hjálplegt?