Sóknaráætlun Norðurlands vestra

 

Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samning milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og ríkisins um Sóknaráætlun 2015-2019. Markmið Sóknaráætlunar er m.a. að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.

Einn hluti Sóknaráætlunarinnar er stofnun svokallaðs Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra sem kemur í stað þeirra vaxtar- og menningarsamninga sem verið hafa í gangi á undanförnum árum. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður og því þarf að sækja um styrki í sjóðinn.

 

Nú er komið að fyrsta umsóknar- og úthlutunarferlinu. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki á menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarsviðum. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl nk.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is. Einnig veita starfsmenn SSNV atvinnuþróunar upplýsingar og aðstoð eftir þörfum.  

 

 

 

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?