Sorphirða í Húnaþingi vestra

Í kjölfar útboðs á sorphirðu í Húnaþingi vestra hefur verið samið við Urðun ehf. um hirðingu á heimilissorpi og rekstri Hirðu söfnunarstöðvar frá og með 1. apríl 2012.

Heimilissorp verður áfram hirt á 14 daga fresti frá öllum heimilum í Húnaþingi vestra yfir sumartímann. En 21. daga fresti yfir vetrartímann, þó hefst vetrarsöfnun ekki fyrr en í október n.k. samkvæmt sorphirðudagatali sem hefur verið sent á öll heimili.

Frá 1. apríl n.k. verður einnig breyting á opnunartíma Hirðu, en hann verður eftirfarandi:

Miðvikudaga frá kl. 14:00-17:00
Föstudaga frá kl. 14:00-17:00
Laugardaga frá kl. 11:00-15:00

Lokað á lögbundnum frídögum.

Einnig má geta þess að auka opnunartími hjá Hirðu verður eins og síðustu ár á vordögum í tengslum við hreinsunarátak í sveitarfélaginu. Sú opnun verður auglýst sérstaklega.

Um leið og við bjóðum nýjan verktaka velkominn til starfa þá þökkum við fráfarandi verktaka H.H. gámaþjónustu ehf. fyrir samstarfið á liðnum árum.

----------------------------------------------------------------------------

Endurvinnslumolar

Íbúar og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja í Húnaþingi vestra hafa náð góðum árangri í skilum á endurvinnanlegum úrgangsefnum á síðustu árum. Árið 2010 var um 36% af öllum úrgangi sem féll til í sveitarfélaginu nýttur til endurvinnslu á einn eða annan hátt, er það um 11% hærra en árið 2008 og því ber að fagna.

Það fylgir því góð tilfinning að leggja sitt af mörkum við að skapa vistvænna samfélag. Allir geta tekið þátt, ungir sem aldnir, sem t.d sýnir sig best í því að nú hafa allar skólastofnanir í Húnaþingi vestra fengið afhentan grænfánann og flagga nú þessari alþjólegu viðurkenningu sem Landvernd veitti þeim fyrir framúrskarandi umhverfisstarf og stefnu í umhverfismálum. Glæsilegur árangur þar!

Sjálfbær þróun

Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér kröfu um heildarsýn, að horft sé fram í tímann, en ekki aðeins einblínt á líðandi stund. Sú hugmynd, að uppfylla þarfir okkar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða.
„Því miður eimir eftir sums staðar af hinum gamla húsgangshætti, að hugsa eingöngu um stundarhaginn, nokkra aura í svipinn, en láta sér standa á sama, hvort gerður er stórskaði öldum og óbornum".
Þannig komst Þorvaldur Thoroddssen að orði eftir ferð sína um Múlasýslur árið 1894. Orð þorvaldar lýsa vel þeirri hugsun sem nefnd hefur verið sjálfbær þróun..

Var efnið á síðunni hjálplegt?