Staðarandi í Húnaþingi vestra

Staðarandi í Húnaþingi vestra

Nú stendur yfir rannsóknin Byggðabragur á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskóla á Bifröst.

Íbúum Húnaþings vestra er boðið að taka þátt í könnuninni Staðarandi í Húnaþingi vestra sem er liður í rannsóknarverkefninu Byggðabragur á vegum Rannsóknarsetursins. Verkefninu er ætlað að kanna hvernig sé hægt að auka jákvæðan byggðabrag með aðferðafræði sálfræðinnar.

Könnuninni er ætlað að greina staðarandann í Húnaþingi vestra og kortleggja sjálfsmynd íbúa á svæðinu. Með því er hægt að vinna með styrkleika svæðisins og meta veikleika þess.

Mikilvægt að sem flestir íbúar Húnaþings vestra svari könnuninni þar sem niðurstöðurnar gætu verið þýðingarmiklar fyrir framtíð byggðaþróunar á svæðinu og landinu öllu, því vonast er til þess að verkefnið gefi fordæmi sem nýst geti fleiri íslenskum byggðarlögum. Markmiðið er að upp úr þessari vinnu verði unnin handbók eða aðgerðaáætlun sem íslensk sveitarfélög geti nýtt sér til að efla staðaranda sinn.

Þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og hafa fasta búsetu í Húnaþingi vestra.

Þátttakendum í könnuninni er boðið að skrá sig í happdrætti og mun einn heppinn þátttakandi vinna 50.000 kr. gjafabréf!

Ábyrgðaraðili könnunarinnar er Bjarki Þór Grönfeldt lektor við Háskólann á Bifröst (bjarkig@bifrost.is). Hægt er að hafa samband við hann ef spurningar vakna.

Könnunin er á rafrænu formi: Hlekkur inn á könnunina.

Var efnið á síðunni hjálplegt?