Starf í boði-sérkennari

SÉRKENNARI


Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérkennara í grunnskólum Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% stöðugildi.
Meginverkefni er mótun og umsjón námsvers ásamt allri skipulagningu á sérkennslu í grunnskólunum þ.m.t ráðgjöf til kennara.


Mikilvægt er að umsækjandi hafi menntun sem grunnskólakennari og hafi réttindi til starfa sem sérkennari og hafi einnig leyfi til að leggja fyrir helstu skimanir og greiningarpróf. Einnig er mikilvægt að umsækjandi hafi til að bera góða samskiptahæfni, ríkt frumkvæði og samstarfsvilja til þverfaglegs samstarfs.
Laun eru greidd skv. samningum KÍ og sveitarfélaganna.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Sigurður Þór Ágústsson í síma 4552911 eða í tölvupósti siggi@hunathing.is
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila, ásamt leyfisbréfum berist Fjölskyldusviði Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 530 Hvammstanga eða á netfangið eydis@hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til 2.júní 2013

Var efnið á síðunni hjálplegt?