Starf ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks

Upphaf starfs:                  1. september 2020 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall:                    25% starfshlutfall.

Starfsstöð:                         Hvammstangi

Starfsheiti:                         Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks

Lýsing á starfinu:            Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ráðgjafi starfar í nánu samstarfi við aðra ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og félagsþjónustur svæðisins.

Menntunarkröfur:          Hafa starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Önnur sambærileg menntun getur komið til greina.

Hæfniskröfur:                  Leitað er eftir lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna undir álagi og í teymum. Vera tilbúinn til að taka að sér krefjandi verkefni og tileinka sér nýjar hugmyndir, vera jákvæður og sveigjanlegur ásamt því að sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð sem og frumkvæði. Hreint sakavottorð.

Launakjör:                      Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur:           Er til og með 21. júlí 2020.

Nánari upplýsingar:       Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri í síma 455 6000 eða á netfangið gretasjofn@skagafjordur.is

Umsóknir:                          Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteini ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?