Húnaþing vestra óskar eftir að ráða lausnamiðaðan og metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra. Sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs fer fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita. Sviðið fer einnig með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu. Á sviðinu starfa 7 manns og er starfsemin staðsett á Hvammstanga.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
- Yfirumsjón með veitu-, framkvæmda- og umhverfismálum sveitarfélagsins
- Vinna við almennan rekstur veitna, viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir veitumannvirkja
- Ábyrgð og gerð á fjármálum, fjárhags- og starfsáætlunum sviðsins
- Dagleg samskipti við viðskiptavini og starfsmenn sveitarfélags
- Stefnumótun í samstarfi við yfirstjórn sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, verk- eða tæknifræðimenntun er kostur
- Reynsla við gerð verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlana
- Starfsreynsla við verklegar framkvæmdir
- Þekking, áhugi og reynsla af umsjón veitna er kostur
- Reynsla í mannlegum samskiptum þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu
- Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.
Umsóknum er hægt að skila á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, og á netfangið skrifstofa@hunathing.is.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar veitir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri, sími 455-2400, netfang gudny@hunathing.is.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.