Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Húnaþing vestra óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð.  Um er að ræða 100% starf

Starfssvið:

  • Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins
  • Viðhald veitna, gatna, snjómokstur ofl.
  • Fylgir eftir ákvörðunum rekstrarstjóra 

Menntun og hæfni:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Reynsla af jarðvinnu æskileg
  • Suðuréttindi æskileg
  • Vinnuvélaréttindi / ökuréttindi
  • Starfið gerir kröfu um frumkvæði og drifkraft, snyrtimennsku, skipulögð og fagleg vinnubrögð, ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknafrestur er til og með  26.  júní 2015

Launakjör samkvæmt kjarasamningi stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu Húnaþings vestra eða senda rafrænt á skrifstofa@hunathing.is

Upplýsingar um starfið veitir:

Skúli Húnn Hilmarsson 771-4950 eða skuli@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?