Starfsmaður óskast!

Hefur þú áhuga á að vinna skemmtilegt og krefjandi starf?

Í boði er hlutastarf við liðveislu í Húnaþingi vestra. Liðveisla felur í sér að rjúfa félagslega einangrun einstaklings með fötlun til að hann geti notið samfélagsins á líkan hátt og einstaklingar á svipuðum aldri.

Um er að ræða 4 tíma á dag virka daga á neðangreindum tímabilum:

13.-21.júní, 5.-23.júlí og 8.-22.ágúst. Hægt er að taka að sér öll tímabilin eða hluta af þeim. Vinnutími er eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 12.júní.

Upplýsingar gefur Ólafía í síma 847-6576.

Umsóknum skal skilað inn á netfangið eydis@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?