Stöðuleyfi

Stöðuleyfi

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um stöðuleyfi fyrir gáma, báta og aðra lausafjármuni sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.

Hér má finna reglur um útgáfu stöðuleyfa Húnaþings vestra.

Vakin er sérstök athygli á 6. gr. en þar kemur fram:

Byggingarfulltrúa er heimilt að láta fjarlægja lausafjármuni sem getið er í reglum þessum og eru án stöðuleyfis.

Húnaþing vestra innheimtir gjald vegna útgáfu stöðuleyfa og má finna gjaldskrá hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?