Fjölskyldusvið Húnaþings vestra leitar að starfsmanni í afleysingu í félagslegri heimaþjónustu frá janúar 2022. Þetta er fjölbreytt starf sem felst m.a. í léttum þrifum, innkaupum og aðstoð heima fyrir.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum einstaklingum og er góður í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegu starfi.
Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri, hafa góða íslenskukunnáttu og þarf að vera með bílpróf. Heimili þjónustuþega eru bæði á Hvammstanga og í dreifbýli.
Einnig vantar starfsmann í 50 % starf stuðningsfulltrúa í dreifnám við FNV. Dreifnámið er staðsett á neðri hæð Félagsheimilisins Hvammstanga, starfið felst í að styðja ungmenni við nám í framhaldsskóla. Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum.
Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.
Nánari upplýsingar gefa
Hennrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi, henrike@hunathing.is
eða
Jenný Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, jenny@hunathing.is
eða í síma 452400