Stuðningur við fræðastarf

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Vilhelm Vilhelmsson forstöðumaður undirrita samstarfssa…
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Vilhelm Vilhelmsson forstöðumaður undirrita samstarfssamninginn.

Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning milli Húnaþings vestra og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Markmið samstarfsins er að efla þekkingar- og rannsóknarstarf í sveitarfélaginu og landshlutanum öllum.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra var sett á fót árið 2009 og er þar lögð áhersla á rannsóknir í sagnfræði. Setrið er hluti af Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands en markmið hennar er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Stofnunin er jafnframt vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra hefur tvær starfsstöðvar enn sem komið er, á Hvammstanga og á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins er Dr. Vilhelm Vilhelmsson.

Var efnið á síðunni hjálplegt?