Styrkir til félags-, menningar- og atvinnumála árið 2025

Styrkir til félags-, menningar- og atvinnumála árið 2025

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti undir íbúagátt sveitarfélagsins, sjá HÉR. Eyðublaðið sem nota skal er „Umsókn um styrk til félags-, menningar- og atvinnumála 2025“. Í þeim tilfellum þar sem ekki eru til staðar rafræn skilríki fyrir raunverulegan umsækjanda, er farið inn á persónuskilríkum ábyrgðaraðila en fyllt út í reitinn „Skráið hér ef sótt er um fyrir félagasamtök eða aðra“.

Lokafrestur til að skila inn umsóknum er þriðjudagurinn 17. september nk. Sveitarstjórn mun fá umsóknirnar sendar með fundargögnum þann 20. september nk. 

Þau félagasamtök eða einstaklingar sem sækja um fjárstyrk vegna verkefnis eða málefna sem Húnaþing vestra veitti styrk til á árinu 2024, skulu láta fylgja skriflega greinargerð um ráðstöfun styrksins með nýrri umsókn fyrir komandi ár.


Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?