Í janúar sl. auglýsti stjórn Menningarsjóðs Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum árið 2019. Sjóðnum bárust alls 25 fjölbreyttar og góðar umsóknir að fjárhæð tæplega 28 milljónir kr. og ákvað stjórnin að veita styrki að fjárhæð 10.700.000 kr.
Styrkhafar og verkefni eru:
1. Hollvinasamtök Efra-Núpskirkju 300.000 kr.
- Lagfæring á Efra-Núpskirkju, Miðfirði
2. Sóknarnefnd Prestbakkakirkju 350.000 kr.
- Styrkur vegna orgelkaupa
3. Leikflokkur Húnaþings vestra 650.000 kr.
- Söngleikurinn Hárið
4. Verslunarminjasafnið Gallerý Bardúsa 400.000 kr.
- Rekstrarstyrkur
5. Lionsklúbburinn Bjarmi 850.000 kr.
- Söguskilti um Bangsa og varðveisla Bangsabáts
6. Menningarfélag Húnaþings vestra 800.000 kr.
- Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2019
- Standsetning Menningarhúss
- Kvikmyndasýningar í Félagsheimili Hvammstanga
7. Félagsheimilið Hvammstanga 3.300.000 kr.
- Endurnýjun og uppfærsla ljósabúnaðar 2. þrep
- Hljóðkerfi fyrir Félagsheimilið Hvammstanga
8. Jólahúnar 250.000 kr.
- Jólatónleikar Jólahúna 2019
9. Selasetur Íslands 300.000 kr.
- Nútímavæðing Selasafnsins
10. Unglist í Húnaþingi 750.000 kr.
- Eldur í Húnaþingi 2019
11. Gudrun Anna Magdalena Kloes 200.000 kr.
- Sagan Grettis Ásmundarsonar í 10 myndum
12. Birta Þórhallsdóttir og Sigurvald Ívar Helgason 650.000 kr.
- Hljóðritasafn
- Holt, menningarsetur
13. Handbendi Brúðuleikhús ehf. 500.000 kr.
- Handbendi Brúðuleikhús
14. Karlakórinn Lóuþrælar 600.000 kr.
- Vor- og jólatónleikar 2019
15. Félag áhugamanna um endurbyggingu Riishúss 600.000 kr.
- Uppsetning Sögusýningar í Riishúsi Borðeyri
16. Hollvinafélag Víðidalstunguheiðar 200.000 kr.
- Merking eyðibýla á Víðidalstunguheiði