Styrkur frá Lionsklúbbnum Bjarma

Frá afhendingu styrksins til Brunavarna Húnaþings vestra. Valur Freyr slökkviliðsstjóri og Gísli Arn…
Frá afhendingu styrksins til Brunavarna Húnaþings vestra. Valur Freyr slökkviliðsstjóri og Gísli Arnarson varaslökkviliðsstjóri taka við gjöfinni frá Guðmundi, Pétri og Brynjari fulltrúum Lionsklúbbsins Bjarma.

Á dögunum færðu félagar í Lionsklúbbnum Bjarma Brunavörnum Húnaþings vestra 400 þúsund króna styrk til búnaðarkaupa. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn. Slíkur búnaður er nauðsynlegur til að tryggja öryggi slökkviliðsmanna á vettvangi og er mjög dýr auk þess sem gerð er krafa um endurnýjun hans á nokkura ára fresti.

Á árinu styrkti Lionsklúbburinn jafnframt Leikskólann Ásgarð um 130 þúsund kr. til búnaðarkaupa.

Við þökkum Lionsklúbbnum hjartanlega fyrir höfðinglegar gjafir en klúbburnn hefur um árabil styrkt góð málefni í héraði.

Aðal tekjuöflun Lionsklúbbsins Bjarma eru sala á páskaliljum í aðdraganda páska og uppsetning ljósakrossa á leiðum í Kirkjuhvammskirkjugarði á aðventunni. Lionsklúbburinn Bjarmi var stofnaður 1973 og hefur því starfað að velferðar- og líknarmálum í rúm 50 ár.

Var efnið á síðunni hjálplegt?