Sumarafleysing í félagslegri heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra leitar að starfskrafti í félagslegri heimaþjónustu vegna  sumarafleysingar.

Um er að ræða 75% starf í heimaþjónustu á Hvammstanga og í dreifbýli. Starfið felst aðallega í því að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara í sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð.

Þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og almenn kunnátta við þrif eru nauðsynleg.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafa, í síma 455-2400 til 15. apríl 2016.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?