Flokkstjórar í Vinnuskóla
Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl. einnig leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ár eða eldri, menntun og reynsla í störfum tengdum ungu fólki.
Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, samviskusamir og góðar fyrirmyndir unglingana. Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áhugi af garðyrkjustörfum nauðsynlegur.
Flokkstjóri við slátt
Flokkstjóri ber ábyrgð á sláttuhóp og stýrir á verkstað, gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn og hefur umsjón með vélum og búnaði sláttuhóps. Hæfniskröfur: umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri og bílprófs er krafist. Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki. starfsreynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg.
Daglegur vinnutími er virka daga frá kl. 8:00-17:00.
Grassláttur og almenn garðyrkjustörf.
Umsækjendur sjái um grasslátt á opnum svæðum sveitarfélagsins og sinni almennum garðyrkjustörfum einnig. Umsækjendur skulu vera 17 ára eða eldri.
Krafist er stundvísi, ástundar og dugnaðar.
Daglegur vinnutími er virka daga frá kl. 08:15-16:15
Frekari upplýsingar veitir Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri í síma: 455-2400
Almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi
Meðal starfa eru ýmis viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, s.s veitur og fl. Reynsla og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu vera fæddir 1994 eða fyrr og nauðsynlegt er að þeir hafi bílpróf og dráttarvélapróf, reynsla af sambærilegu starfi er kostur, Samviskusemi og stundvísi.
Daglegur vinnutími er virka daga frá kl. 08:00-17:00.
frekari upplýsingar veitir Guðmundur Erlendsson verkstjóri í síma: 894-2909
Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 15. apríl næstkomandi. Íumsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Frekari upplýsingar og upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400.