Á morgun mánudaginn 18. maí kl. 7:00 opnar sundlaugin og pottar aftur eftir átta vikna lokun. Vetraropnun er enn í gildi.
Við fylgjum leiðbeiningum sóttvarnalæknis og biðjum gesti að kynna sér þær vel. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar gestum sundlaugarinnar við komu.
Nokkur atriði sem hafa þarf í huga:
Virða tveggja metra bilið milli fólks.
Til að hægt sé að virða tveggja metra bilið geta 10 manns verið í hvorum klefa í einu.
Á álagstímum getur starfsfólk sett á tímatakmarkanir í sundlaug og potta.
Staldra stutt við í sturtu og búningsklefum.
Takmarkað pláss er í pottum, svo gott að færa sig á milli potta og sundlaugar. Hámarksfjöldi verður settur í pottana.
Verum tillitssöm og sveigjanleg og sýnum náunganum og starfsfólki ávallt virðingu og kurteisi.
Hægt er að fylgjast með aðsókn á facebook-síðu sundlaugarinn og verður síðan uppfærð reglulega yfir daginn. Einnig er fólki velkomið að hringja á undan sér til að fá upplýsingar um gestafjölda.
Athugið að öll árskort og þriggja mánaðakort verða verða framlengd um þann tíma sem lokað hefur verið.
Verið velkomin í sund.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra