Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra sameinaðri fræðslu- og félagsþjónustu sveitarfélagsins. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
STARFSSVIÐ SVIÐSSTJÓRA FJÖLSKYLDUSVIÐS
-Stjórnun og rekstur stofnana sem heyra undir fjölskyldusvið
-Sviðsstjóri á setu í framkvæmdaráði sveitarfélagsins ásamt sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra framkvæmda og umhverfissviðs
-Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum fjölskyldusviðs í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar um gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum sveitarfélagsins
-Þjónusta við viðskiptavini og greining á þjónustuþörf
-Innri og ytri samskipti fyrir hönd fjölskyldusviðs sveitarfélagsins
-Ráðgjöf til forstöðumanna fjölskyldusviðs í starfsmanna-, rekstrar- og þjónustumálum
-Ráðgjöf og eftirlit vegna sérfræðiþjónustu
-Samskipti við sveitarstjórn, stoðþjónustu og hagsmunaaðila
-Önnur mál á sviði fjölskyldusviðs í samráði við sveitarstjóra
-Sviðsstjóri fjölskyldusviðs starfar jafnframt með fræðsluráði og félagsmálaráði sveitarfélagsins
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR
-Háskólapróf sem nýtist í starfi
-Þekking og reynsla af félagþjónustu og/eða fræðsluþjónustu sveitarfélaga æskileg
-Reynsla í stjórnun og starfsmannahaldi æskileg
-Góð almenn tölvukunnátta
-Geta til að tjá sig í ræðu og riti
-Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
-Sjálfstæði vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra er til og með 10. júlí nk.
Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Húnaþings vestra á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti í síma 862-1340 og Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í síma 786-4579