Þjónustustefna Húnaþings vestra

Laugarbakki. Mynd Markaðsstofa Norðurlands.
Laugarbakki. Mynd Markaðsstofa Norðurlands.

Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í stefnunni skal koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.  Í þeirri vinnu er mikilvæg að fá fram sjónarmið íbúa.

Því leitum við til íbúa um ábendingar um þá þjónustu sem veitt er í dreifbýli. Hægt er að skila inn ábendingum á rafrænu eyðublaði sem er að finna hér.  Einnig má senda ábendingar á netfangið skrifstofa@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?