Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna

Fundur verður haldinn í Selasetri Íslands, miðvikudaginn 16. mars næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 10:00.  Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í umræðunum um framtíðarskipan upplýsingaveitu í landhlutanum. Vinsamlegast sendið fundarboðið áfram á þá sem áhuga gætu haft á að sitja fundinn. Annar fundur verður haldinn á Húsavík sama dag.

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á tölvupóstfangið hrafnhildur@ferdamalastofa.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn  15. mars næstkomandi.

 

Dagskrá fundanna er eftirfarandi:

 

  • ·         Kynning á Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu.
  • ·         Kynning á niðurstöðum fyrsta fundar sem haldinn var með forsvarsmönnum landshlutamiðstöðva, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða í byrjun desember.
  • ·         Kynning á niðurstöðum kostnaðargreiningar á upplýsingaveitu opinberra aðila á landsvísu og eftir landshlutum.
  • ·         Hópavinna og umræður – framtíðarskipan upplýsingaveitu í landshlutanum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?