Til foreldra/forráðamanna nemenda í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra

Nú er hafin innritun í framhaldsskóla landsins.  Við viljum með þessu bréfi hvetja ykkur til þess að skoða kosti dreifnáms FNV á Hvammstanga og bjóða ykkur á kynningarfund sem fer fram í dreifnáminu þriðjudaginn 11. mars kl. 17.

 

Dreifnámið tók til starfa í ágúst 2012 eftir margar tilraunir og langar og strangar viðræður FNV og Húnaþings vestra við menntamálaráðuneytið.  Frumkvæði að stofnun dreifnámsins kom frá heimamönnum sem gerðu þá kröfu að börn þeirra gætu sótt nám í heimabyggð fram að sjálfræðisaldri.

 

Allt frá fyrsta degi hefur dreifnámið gengið vel og í ljósi þeirrar góðu reynslu tóku tvær nýjar deildir til starfa s.l. haust á Blönduósi og á Hólmavík. 

 

Í vor mun fyrsti hópurinn ljúka námi þ.e. sá hópur sem byrjaði haustið 2012.  Margir hverjir úr þeim hópi ætluðu einungis að vera í dreifnáminu til reynslu í eina önn eða einn vetur.  Aðrir nemendur hafa kosið að stunda þar nám í eitt ár eða fram að bílprófi.

 

Það fylgja því ótvíræðir kostir að stunda nám í heimbyggð að loknum grunnskóla en til þess að hægt sé að bjóða upp á þá þjónustu, þurfa nemendur að nýta sér hana.

 

Kynningarfundurinn verður, sem áður segir, haldinn í dreifnáminu á neðri hæð félagsheimilisins á Hvammstanga, þann 11. mars kl. 17.  Eftirtaldir aðilar flytja erindi og svara fyrirspurnum:

 

Margrét H. Hallsdóttir, námsráðgjafi.  Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson, nemendur í dreifnámi.  Fulltrúar frá nemendafélagi FNV. Rakel Runólfsdóttir, umsjónarmaður dreifnáms á Hvammstanga.

Esther Hermannsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra.

 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra og nemendur á kynningarfundinum.

 

F.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Rakel Runólfsdóttir

 

F.h.  Fjölskyldusviðs Húnaþings vestra

Esther Hermannsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?