Skólastjórn í leik- og grunnskólanum á Borðeyri er nú sameiginleg með Grunnskóla Húnaþings vestra og Leikskólanum Ásgarði. Leikskólastjóri hefur faglega yfirumsjón með leikskólahlutanum og skólastjóri grunnskóla faglega yfirumsjón með grunnskólahlutanum. Ekki verður sérstakt skóladagatal fyrir skólastarf á Borðeyri og gildir skóladagatal Grunnskóla Húnþings vestra fyrir allt skólastarf í grunnskóla. Nemendur á Borðeyri verða á Hvammstanga alla miðvikudaga í vetur, fyrir utan miðvikudaginn 27. ágúst, fyrsta skóladaginn.
Skólasetning Grunnskóla Húnaþings vestra verður að öllum líkindum kl. 15:00 í Íþróttamiðstöð Hvammstanga þriðjudaginn 26. ágúst. Ekki verður sérstök skólasetning á Borðeyri. Nemendur fylgja kennurum sínum í stofur eftir að skólastjóri kynnir starfsfólk og fer yfir praktísk atriði. Áætlað er að skólasetningu ljúki kl. 16:00. Ekki verður skólaakstur á skólasetningu.
Kennsla og skólaakstur hefst miðvikudaginn 27. ágúst kl. 8:30 á Hvammstanga og 9:10 á Borðeyri.
Allar nánari upplýsingar veita skólastjórnendur,
Sigurður Þór og Kristín Ólöf í síma 455 2900