Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni.

Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni.

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra er sundlaugum heimilt að opna á ný frá og með 10. desenber 2020.

Sundlaugin og pottar opna því á morgun kl. 7:00.  

Fjöldatakmarkanir verða þó áfram í gangi og fer fjöldinn eftir rekstarleyfi viðkomandi sundstaðar.

Heimilt er að taka á móti 50% af þeim fjölda sem rekstrarleyfið segir til um. Þetta fyrirkomulag gildir til 12. janúar 2021.

 

Við fylgjum leiðbeiningum sóttvarnalæknis og biðjum gesti að kynna sér þær vel. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar gestum sundlaugarinnar við komu.

 

Nokkur atriði sem hafa þarf í huga:

 

  • Virða tveggja metra bilið milli fólks og grímunotkun þar sem við á.

 

  • Til að hægt sé að virða tveggja metra bilið geta 10 manns verið í hvorum klefa í einu.

 

  • Á álagstímum getur starfsfólk sett á tímatakmarkanir í sundlaug og potta.

 

  • Staldra stutt við í sturtu og búningsklefum.

 

  • Takmarkað pláss er í pottum, svo gott að færa sig á milli potta og sundlaugar. Hámarksfjöldi verður settur í pottana.

 

  • Verum tillitsöm og sveigjanleg og sýnum náunganum og starfsfólki ávallt virðingu og kurteisi.

 

  • Hægt er að hringja á undan sér til að fá upplýsingar um gestafjölda.

 

  • Athugið að öll árskort og þriggja mánaðakort  verða framlengd um þann tíma sem lokað hefur verið.

 

Verið velkomin í sund.

Var efnið á síðunni hjálplegt?