Tilkynning frá leikskólanum Ásgarði

Leikskólinn Ásgarður Hvammstanga, Guðrún Lára Magnúsdóttir er tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við þróunarverkefnið Leikur er barna yndi og innleiðingu flæðis í skólastarfi. Birtar hafa verið 28 tilnefningar um Orðsporið 2014 en viðurkenningin verður afhent á Degi leikskólans 6. febrúar næstkomandi. Tilnefningarnar eru að vanda fjölbreyttar og koma hvaðanæva af landinu. Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Orðsporið í Hannesarholti klukkan 14 næstkomandi fimmtudag. Valnefnd, sem valdi tilnefningarnar, var skipuð formanni kynningarnefndar, formanni FSL, formanni FL, formanni skólamálanefndar, fulltrúum úr mennta- og menningarmálaráðuneytis, frá Heimili og skóla og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Guðrún Lára segir: Það er heiður fyrir okkur hér í Ásgarði að hafa verið tilnefnd hér í húsi ríkir mikil gleði. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að vera tilnefnd. Nú bíðum við og sjáum hver niðurstaðan verður.

Bláigarður 021.jpg

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?