AUGLÝSING
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur, Víðidal, Húnaþingi vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 26. maí s.l. að auglýsa skv. 1. mgr, 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi við Kolugljúfur í Húnaþingi vestra.
Deiliskipulagssvæðið er um 7.8 ha að stærð og er í eigu tveggja jarða, Bakka og Kolugils. Kolugljúfur er á C-hluta náttúruminjaskrá. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er að bæta aðgengi, öryggi, upplýsingar og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið.
Tillöguppdráttur ásamt fornleifaskýrslu mun liggja fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, einnig HÉR frá 6. Júní – 18. Júlí 2017.
Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 18. júlí 2017, til skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið:skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Guðný Hrund Karlsdóttir
sveitarstjóri