Tónlistarskóli Húnaþings vestra
Fréttabréf apríl 2018
Tónlistarskóli Húnaþings vestra er að ljúka 49.starfsári sínu.
Kennarar við skólann þetta starfsár eru auk skólastjóra sem er Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Guðmundur Hólmar Jónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ólafur Einar Rúnarsson,
Heiðrún Nína Axelsdóttir, Hjörtur Gylfi Geirsson, Pálína Fanney Skúladóttir.
Innritað er í tónlistarnám á haustönn í Tónlistarskóla Húnaþings vestra til 1.maí 2018.
Umsókn um nám í tónlistarskóla - rafrænt.
Nánari upplýsingar eru í símum 864-2137, 451-2660 og 451-2456
Kennslugreinar eru hljóðfæraleikur og söngur ásamt bóklegum greinum og samspili.
Tónlistarskólinn heldur árlega jóla og vortónleika.Auk þess eru tónleikar vegna tónlistardagsins sem að er haldinn árlega í tónlistarskólum landsins.
Tónlistarskólinn og Leikskólinn Ásgarður hófu formlegt samstarf haustið 2016, og mun því samstarfi verða haldið áfram. 14 nemendur hafa verið í hljóðfæranámi í leikskólanum Ásgarði, og einnig er boðið uppá kórstarf innan leikskólans. Nemendaígildi tónlistarskólans eru 94 á vorönn 2018 og 104 nemendur voru á haustönn 2017.
Grunn og miðpróf
Skúli Einarsson,mun taka miðpróf í tónfræði,Bjarni Ole Apel Ingason tekur miðpróf í gítarleik, Freyja Lubina Friðriksdóttir tekur grunnpróf á píanó og Elín Jóna Rósenberg tekur 7.stig á píanó.Aðrir nemendur taka árspróf og hefðbundin stigspróf.
Tveir kennarar tónlistarskólans stunda framhaldsnám það eru Guðmundur Hólmar Jónsson í klassískum gítarleik og Heiðrún Nína Axelsdóttir í þverflautuleik.
Vorpróf og vortónleikar
Vorpróf í umsjón hvers kennara verða auglýst nánar síðar.
Sýnishorn á námi leikskólanemenda verða í leikskólanum Ásgarði þann 16.maí,
Mun það verða auglýst nánar síðar.
Þrennir vortónleikar og afhending prófskírteina verða laugardaginn 19.maí í Hvammstangakirkju
Fyrstu tónleikar eru kl 13.00, og síðan verða tónleikar kl.14,30 og þriðju tónleikarnir kl.16.00. Þetta er síðasti kennsludagur á vorönn 2018.
Starfsfólk Tónlistarskóla Húnaþings vestra óskar nemendum sínum og öðrum íbúum Húnaþings vestra gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Innritun á haustönn 2018 þarf að vera lokið fyrir 1.maí n.k.
Umsókn um nám í tónlistarskóla - rafrænt
Innritun þarf að vera skrifleg og sendast til skólastjóra tónlistarskólans Fífusundi 9 Hvammstanga.
Nánari upplýsingar eru veittar í símum: 451-2660, 451-2456 og 864-2137.