* Umhverfismoli * Áramót *

* Umhverfismoli * Áramót *

Mikið rusl fellur til um áramót þegar flugeldum er skotið á loft. Oft liggja eftir tómir flugeldakassar, spýtur og prik á víð og dreif  og biðlum við til íbúa og fyrirtækja að huga að nærumhverfi sínu og taka til eftir áramótagleðina. 

Rusl eftir flugelda skal fara með í Hirðu. Varað er við því að leyfum af flugeldum sé hent í ruslatunnur við heimili.

Flugeldarusl á að skila sér beint í almennt sorp í Hirðu, nema ósprungnir flugeldar - þeir fara í spilliefnagáminn 

Umbúðir frá flugeldum mega alls  ekki fara með bylgjupappa eða pappír bæði vegna eldhættu og leifum af púðri sem er í umbúðunum. Hólkarnir sem eru utan um flugeldaskotin eru úr pressuðum pappír sem blandaður er með leir og hentar því ekki til endurvinnslu.
 
 

Við óskum íbúum öllum, gleðilegrar hátíðar og farsæls nýs árs og
þökkum samfylgdina á árinu sem nú er að líða.

Umhverfissvið Húnaþings vestra

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?